Monday, February 27, 2006

Vangaveltur um sýningu í sumar




















Ég er að velta fyrir mér að halda sýningu í sumar, ef ég fæ sal. Þær myndir sem mig langar að sýna tengjast að mestu jöklum og jökum. Eins og þið vitið hefur það efni verið mér hugleikið síðan ég bæði upplifði Jökulsárlón og Hvannadalshnjúk. En til að hlýja sýningunni svolítið finnst mér líka nauðsynlegt að vera með myndir sem tengjast björtu nóttunum okkar á fróni. Þær myndir eru þó enn að mestu að gerjast í höfðinu á mér. Það verður verkefni næstu 5 vikurnar að sækja þær þangað! En mætir þú ef ég opna sýningu á Akureyri í júní?

12 Comments:

Anonymous Anonymous said...

jáhá ! ég mæti sko örugglega fyrst.
Enda bíður þín þessi fíni stofuveggur í nýju stofunni minni... Þar er frátekið pláss fyrir stóra og flotta mynd eftir þig :)

En hvenær ætlið þið að koma ??? og hversu lengi á að stoppa ???

Kveðja
Edda

10:52 AM  
Anonymous Anonymous said...

Eins mikið og ég vildi að ég kæmist þá er afar ólíklegt að ég verði á landinu á þessum tíma.
Fúlt fyrir mig.
Kveðja, Fanney

3:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég mæti!

4:54 AM  
Anonymous Anonymous said...

Heyrðu Brynja... Þér að segja þá eru þessar myndir mjög flottar, meira að segja þessar "does them no justice" netdigitalyfirfærðu útgáfur. Þú hefur gáfu kona góð!!

1:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Brynja getur þú samt ekki tekið myndir af öllum sýningargripunum og sett á bloggið eða meilað mér þegar það er tilbúið. Svona til að ég fái mína mini sýningu.


Skál í fleski

6:25 AM  
Blogger brynjalilla said...

það skal ég gera, svona ef sýningin verður ekki mistök lífs míns hehehe

7:34 AM  
Anonymous Anonymous said...

ég er mætt!!!
þetta eru svaka fín list
ég er svo stolt af þér vinkona:)
eins og ég hef allat sagt þá kem ég til með að geta selt eina af fyrstu krítarmyndunum þínum (sem prýðir heimilið mitt) og skissuna fínu, fyrir offjár einn daginn - en sama hvað verður boðið, þær eru ekki falar

2:40 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hvað kostar mynd no eitt?
Hún er mín.
Ég mæti
systir

3:54 AM  
Blogger Magnús said...

Hei! Brynja! Mér finnst þú sniðug.
Þinn Maggi.

12:56 PM  
Blogger Lilý said...

Hæ Brynja :) Ég þefaði þig uppi í gegnum kommentið.. gaman að sjá hvað þú ert að blómstra í listinni, þú mátt þó vita að það kemur mér ekki á óvart! En ég mæti í júní. Pottþétt.

P.S. Ég þyrfti að ræða við þig í samb. við háskóla í Svíþjóð er msnið brynjalilla@hotmail.com?

3:29 PM  
Blogger Bromley said...

Ég mæti ef þú opnar sýningu, stóra sys er að útskrifast úr hjúkkuskólanum og ætlar að fá sér rauðvín í tilefni dagsins.
Frú Bromley

3:54 PM  
Blogger Vallitralli said...

Brynjalilla

by Wesley Willis

You make the joyride music.
You are the best in the long run.
You can really rock your ass off.
You are the best in the long run.

BRYNJALILLA!!!
BRYNJALILLA!!!
BRYNJALILLA!!!
BRYNJALILLA!!!

I like you a lot in the long run.
About 79100 people like Brynjalilla.
You are my special artist.
You are the best in the long run.

BRYNJALILLA!!!
BRYNJALILLA!!!
BRYNJALILLA!!!
BRYNJALILLA!!!

I like you a lot in the long run.
Right on brother.
You really whoop a snow lepoard's ass.
I like you well.

Rock over London,
Rock on Chicago.

Mitsubishi - the word is getting around.

2:57 AM  

Post a Comment

<< Home