Sunday, February 19, 2006




Píkublóm/fittblommor

Fegurðaaðgerðir á píkum fara víst vaxandi. Píkur eru fitusognar, barmar styttir og formaðir upp á nýtt, sérkenni eru tekin í burtu....ég myndi kannski skilja þetta ef skapabarmarnir væru þannig að það þyrfti að rúlla þeim upp svo það væri hægt að vera í buxum. Annars finnst mér að píkur eigi að njóta sín með sínum sérkennum án allra aðgerða.

Undanfarið hef ég mótað píkublóm úr pappamassa. Þau eru svipað stór um 10 sm á lengd og 6 á breidd. Þau eiga það sameiginlegt að vera hvít en ég valdi þann lit til að ólík lögun þeirra nyti sín sem best.

9 Comments:

Blogger Magnús said...

Hei! Flottar píkur mar!

10:25 AM  
Anonymous Anonymous said...

Var píkublómið gert eftir einhverri fyrirmynd hahaha? Þú ert sönn listakona.

Kveðja, Fanney

4:51 AM  
Blogger brynjalilla said...

Já sko þetta með fyrirmyndirnar. Ég tilleinka vinkonum mínum píkublómin og bera píkublómin því nöfn þeirra. Ég á eitt píkublóm sem heitir Fanney;0)

12:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jahá...ég veit alveg hvaða blóm það er (vink vink).

Lengi lifi Victoría prinsessa

6:23 AM  
Blogger brynjalilla said...

já og við allar pappírsláfurnar

7:33 AM  
Anonymous Anonymous said...

geðveikt fottar píkur
ég er mjög stolt af því að hafa verið með í þessu í byrjun:)
djúpar hugsanir, algjörlega sammála þessu með fegurðaraðgerðirnar ... til hvers? ... hvað með hina náttúrulegu fegurð? er verið að útrýma henni? endum við öll sem barby og ken?
go girl

2:27 AM  
Anonymous Anonymous said...

humm hrifin af píkublómum og pappaláfum en fór í samheitaorðabók til að dýpka orðaforðann, sjá hér afraksturinn:
blygðun, budda, burðarliður, fuð, fæðingarstaður, gaman, gás, gæs, kráka, kunta, kússa, láfa, leika, ónefna, píka, pjatla, pjása, pussa, runta, skauð, skuð, skömm, sneypa, snýta, tuðra og tussa.

Úff spáið í orðin: blygðun,snýta, sneypa, skömm, ónefna, .......hvað er að?

6:23 AM  
Blogger brynjalilla said...

já vá þvílík nöfn, er að hugsa um að fá að nota þetta Áslaug, á sýningunni minni í sumar, á eftir að ákveða hvernig en við getum kannski komist að niðurstöðu saman skömmin mín?

1:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

Heiða segir

ég segi bara til hamingju ísland... til hamingju ísland því brynja fæddist hér þetta eru mega flottar myndir og ef þú selur ekki myndina sem er neðst sendu mér tilboð því mig langar í hana eða efstu myndina sem fyrir mér táknar jökla íslands
þetta er frábær blokkvefur brynja mín og aftur til hamingju með að hafa fæðst á okkar frábæru eyju og gotið niður á árskógssandi love og knús þín gamla geit

4:59 PM  

Post a Comment

<< Home