Monday, February 27, 2006

Vangaveltur um sýningu í sumar




















Ég er að velta fyrir mér að halda sýningu í sumar, ef ég fæ sal. Þær myndir sem mig langar að sýna tengjast að mestu jöklum og jökum. Eins og þið vitið hefur það efni verið mér hugleikið síðan ég bæði upplifði Jökulsárlón og Hvannadalshnjúk. En til að hlýja sýningunni svolítið finnst mér líka nauðsynlegt að vera með myndir sem tengjast björtu nóttunum okkar á fróni. Þær myndir eru þó enn að mestu að gerjast í höfðinu á mér. Það verður verkefni næstu 5 vikurnar að sækja þær þangað! En mætir þú ef ég opna sýningu á Akureyri í júní?

Wednesday, February 22, 2006

nordisk rum

nordisk rum



Ég var með innsetningu um daginn hér heima, ákvað að það væri viðeigandi að gera "snjóhús" í eldhúsinu, halda sig við ísinn. Búa til heimili innan heimilisins þar sem aðaláherslan yrði lögð á nálægð. Það muna án efa flestir úr æsku hvað það var gaman að gera "hús" úr teppum og öðru í skúmaskot og undir stigum. Ég ákvað að það væri góð æfing í nálægð fyrir nútímafjölskyldu að búa í litlu rými um stund...upplifun sem okkur fannst öllum skemmtileg

Sunday, February 19, 2006





Þessar myndir kallast einhvernveginn á, sumarið, sólarlagið og litirnir. Myndin af mér, Val og Frosta er tekin seint að kvöldi eftir brúðkaup vina okkar, Rögnu og Zippos á Akureyri. Hin myndin málaði ég hinsvegar á köldum dögum hér í Örebro með akrýlmálningu og pappadisk eins undarlega og það hljómar. Þessar myndir eru í uppáhaldi hjá mér. Ekki ólíklega vegna þess hversu heitt ég þrái vorið og öllu sem því fylgir.


Ísborgir/Isberg

Ég missti andann í nokkur andartök þegar ég sá Jökulsárlón fyrst. Svona fallega bláa og græna liti í einu í iðrum jakanna hafði ég aldrei séð áður. Ég er staðráðin í því að næst þegar ég heimsæki Jökulsárlón að baða mig í því.....örstutt... en nóg til að sameinast því í eitt eða tvö augnablik.

Í vetur hef ég unnið með akrýl, túss og tréliti á spón og striga og skapað ísborgir sem ég gæti vel hugsað mér að heimsækja einhverntímann öðruvísi en í huganum. Í bili læt ég nægja að skipuleggja fjallgöngu á Kebnekasie í sumar.



Píkublóm/fittblommor

Fegurðaaðgerðir á píkum fara víst vaxandi. Píkur eru fitusognar, barmar styttir og formaðir upp á nýtt, sérkenni eru tekin í burtu....ég myndi kannski skilja þetta ef skapabarmarnir væru þannig að það þyrfti að rúlla þeim upp svo það væri hægt að vera í buxum. Annars finnst mér að píkur eigi að njóta sín með sínum sérkennum án allra aðgerða.

Undanfarið hef ég mótað píkublóm úr pappamassa. Þau eru svipað stór um 10 sm á lengd og 6 á breidd. Þau eiga það sameiginlegt að vera hvít en ég valdi þann lit til að ólík lögun þeirra nyti sín sem best.