Sunday, February 19, 2006



Ísborgir/Isberg

Ég missti andann í nokkur andartök þegar ég sá Jökulsárlón fyrst. Svona fallega bláa og græna liti í einu í iðrum jakanna hafði ég aldrei séð áður. Ég er staðráðin í því að næst þegar ég heimsæki Jökulsárlón að baða mig í því.....örstutt... en nóg til að sameinast því í eitt eða tvö augnablik.

Í vetur hef ég unnið með akrýl, túss og tréliti á spón og striga og skapað ísborgir sem ég gæti vel hugsað mér að heimsækja einhverntímann öðruvísi en í huganum. Í bili læt ég nægja að skipuleggja fjallgöngu á Kebnekasie í sumar.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mér finnt þessar alveg frábærar!!!!

3:51 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ekkert smá flottar myndir!!! Aldís bídur eftir ad komast í konstruktiv kritik til tín, med sínar myndir. Sjáumst!!!
kram EThordardottir

12:15 PM  
Blogger brynjalilla said...

HLakka til að aðstoða Aldísi og takk fyrir að finnast myndirnar mínar flottar og frábærar!

12:20 PM  

Post a Comment

<< Home